Kóróna­veiru­smit hefur nú verið stað­fest um borð skemmti­ferða­skipsins Viking Jupiter en skipið kom til Akur­eyrar í morgun. Um það bil 900 manns eru um borð skipsins að því er kemur fram í frétt Akur­eyri.net.

Akur­eyri.net hefur það eftir heimildar­mönnum að engum hafi verið hleypt í land vegna smitsins en skipið siglir úr höfn klukkan 17 í dag.

Skipið er systur­skip Viking Sky en líkt og Frétta­blaðið greindi frá í gær greindist einn ein­stak­lingur þar með CO­VID-19 í vikunni.

Sá greindist við reglu­lega skimun um borð og vissu heil­brigðis­yfir­völd af smitinu áður skipið kom til Seyðis­fjarðar. Hluti far­þega var í kjöl­farið sendur í sótt­kví.