Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur unnið að smitrakningu á Akureyri í dag vegna smits sem kom upp í gærkvöld. Smitið tengist inn á veitingastaðinn Berlín sem er í Skipagötu 4 á Akureyri.

Lögregla óskar eftir því að allir þeir sem voru inni á staðnum síðastliðinn laugardag, 24. október á milli klukkan 11 og 14 hafi samband við lögregluna.

Alls eru nú 45 með staðfest smit og í einangrun á Norðurlandi eystra og 70 í sóttkví.

Nú í dag hefur lögreglan verið að vinna að smitrakningu hér á Akureyri vegna smits sem kom upp í gærkveldi og tengist...

Posted by Lögreglan á Norðurlandi eystra on Tuesday, 27 October 2020