Sjúklingur sem lá inni á Heilbrigðisstofnun Suðurlands reyndist smitaður af Covid-19. Viðkomandi lá inni vegna annarra ástæða þegar smitið greindist í gærkvöld.

Þetta kemur fram á vef mbl.is.

„Deild­in hjá viðkom­andi var bara sótt­hreinsuð og nýtt fólk sett í vinnu. Þá voru þetta um þrjá­tíu starfs­menn og aðrir tengd­ir sem þurfti að skima vegna smits­ins,“ er haft eftir Baldvinu Ýr Hafsteinsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Starfsemi spítalans hafi verið í lágmarki í dag.