Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir hefur lagt það til að tíma­bundið verði að­eins tekin gild vott­orð um bólu­setningu eða fyrri sýkingu frá löndum innan Evrópska efna­hags­svæðisins, Banda­ríkjunum, Bret­landi og Kanada. Þetta kemur fram í minnis­blaði sótt­varna­læknis til heil­brigðis­ráð­herra.

Auk breytinganna um gild vott­orð leggur Þór­ólfur til að allir þeir sem koma til landsins þurfa að fara í að minnsta kosti eina sýna­töku, óháð því hvort þeir hafi skilað inn vott­orði eða ekki. Þór­ólfur segist leggja það til þar sem bólu­settur far­þegi sem kom til landsins á dögunum greindist með veiruna.

„Þó að ó­lík­legt sé talið að bólu­settir ein­staklingar og þeir sem sýkst hafa af co­vid beri með sér veiruna þá hafa rann­sóknir ekki sýnt það ó­yggjandi enn sem komið er. Þetta fyrir­komu­lag mun hjálpa við að skera úr um þetta at­riði og á sama tíma lág­marka á­hættuna á að veiran berist hingað til lands.“

Mikil mildi að stærri hópsýkingar hafi ekki komið

Ríkis­stjórnin greindi frá því í síðustu viku að á­kveðið hafi verið að taka gild vott­orð frá far­þegum sem koma til landsins utan ríkja Schen­gen frá og með 26. mars en Þór­ólfur segist telja að um á­kveðna á­hættu sé að ræða með því að láta reglu­gerðina taka gildi með svo skömmum fyrir­vara. Hann segir betra að fara hægt í opnun landa­mæra, sér­stak­lega þar sem far­aldurinn er í vexti er­lendis.

„Þau smit sem greinst hafa innan­lands að undan­förnu tengjast smituðum ferða­mönnum og full­yrða má að oft á tíðum mátti litlu muna og mikil mildi að þessi smit hafi ekki hrundið af stað stærri hóp­sýkingum,“ segir Þór­ólfur í minnis­blaði sínu. „Mikið ríður því á við náum að beita á­hrifa­ríkum að­gerðum á landa­mærunum til að lág­marka enn frekar á­hættu á smiti.“

Að því er kemur fram í til­kynningu frá heil­brigðis­ráðu­neytinu hefur heil­brigðis­ráð­herra ekki tekið af­stöðu til þeirra til­lagna en þær verða ræddar í ráð­herra­nefnd og ríkis­stjórn í vikunni. Aðrar tillögur Þórólfs sem snúa að því að skylda fólk frá áhættusvæðum í farsóttarhús og að öll börn fari í sýnatöku voru samþykktar í morgun.