Á milli jóla og ný­árs, þann 27. desember, kom upp smit hjá á­höfn Icelandair í flugi til Ís­lands frá Was­hington D.C í Banda­ríkjunum.

Greint er frá þessu á vef Vísis en heimildir þeirra herma að öll á­höfnin hafi verið smituð, utan flug­mannsins, en Icelandair hefur ekki stað­fest þetta.

Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við Vísi um málið að með­limir á­hafnarinnar séu núna ýmist í sótt­kví eða ein­angrun.

Hann segir að í slíkum tilfellum sé öllum reglum um sótt­varnir fylgt og að fyrir­tækið hafi unnið í góðu sam­starfi við smitrakningar­teymi al­manna­varna.