Smit kom upp hjá starfsfólki heilsugæslunnar í Garðabæ í dag og mun heilsugæslustöðin því þurfa að draga verulega úr starfsemi sinni næstu vikuna. Þetta kemur fram á vef Vísis.

Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, greindi frá smitinu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Hún sagði ekkert smit hafa borist milli skjólstæðinga Heilsugæslunnar og starfsfólksins. Starfsfólk hafi smitast í nærumhverfi sínu.

Sigríður bætti við að mikið álag væri á öllum starfsstöðvum heilsugæslunnar og að mannekla setti þar strik í reikninginn. „Okkur vantar fleira fólk til starfa.“