Einn einstaklingur er í einangrun vegna COVID-19 í Vestmannaeyjum. Viðkomandi greindist við landamæraskimun og fór beint í einangrun í Vestmannaeyjum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni í Vestmannaeyjum en ekki er vitað til að aðrir hafi verið útsettir fyrir smiti. Ekkert samfélagslegt smit hefur greinst í Vestmannaeyjum síðan í byrjun október.


Tilkynning frá aðgerðastjórn í Vestmannaeyjum. Einn einstaklingur er í einangrun vegna Covid-19 í Vestmannaeyjum....

Posted by Lögreglan í Vestmannaeyjum on Thursday, 7 January 2021

Þá eru nú fjögur virk smit á Vestfjörðum, öll á sunnanverðu svæðinu. Þrjú greindust á landamærum en það fjórða er innanlandssmit tengt landamærasmiti. Þrír einstaklingar til viðbótar eru í sóttkví í tengslum við það mál.

Smit á Norðurlandi á ný

Tvö virk smit eru nú á Norðurlandi eystra. Bæði smitin tengjast landamærunum og eru aðilar sem voru að koma erlendis frá í upphafi nýs árs og greindust við hefðbundna landamæraskimun. Þá eru tveir í sóttkví sem tengjast einnig smitum á landamærum. Eru þetta fyrstu smitin sem greinast í landshlutanum frá því 12. desember síðastliðinn.

Sælir kæru landsmenn og gleðilegt nýtt ár og hafið þakkir fyrir hið liðna ár. Eins og alþjóð veit þá er Covid maraþonið...

Posted by Lögreglan á Norðurlandi eystra on Wednesday, 6 January 2021