Eitt smit hefur verið stað­fest meðal starfs­manna Ólympíu­leikanna, viku áður en leikarnir verða settir. Þetta kemur fram í frétt hjá The Guar­dian.


Leikarnir verða settir 23. júlí og verða haldnir að mestu án á­horf­enda og með stífum smit­varnar­ráð­stöfunum. Ein­hverjir kepp­endur eru byrjaðir að mæta á svæðið.

Kórónu­veiru­smitum hefur aukið í Japan undan­farið og margir hafa á­hyggjur af því að leikarnir gætu ollið hóp­smiti sem myndi setja enn meira álag á heil­brigðis­kerfið þar í landi.