Einn starfs­maður Domino‘s í Mos­fells­bæ greindist smitaður af CO­VID-19 í dag. Þetta kemur fram í til­kynningu á Face­book-síðu Domino‘s.

Allir starfs­menn verslunarinnar hafa verið settir í sótt­kví og húsa­kynni verða sótt­hreinsuð en lokað verður í Domino‘s Mos­fells­bæ vegna þessa til kl. 18:00 í dag.

Starfs­menn Domino‘s á Dal­braut munu standa vaktina í Mos­fells­bæ það sem eftir er af kvöldi og næstu daga en á meðan verður verslunin á Dal­braut lokuð.