Starfs­maður rit­stjórnar Morgun­blaðsins og mbl.is hefur greinst smitaður af kóróna­veirunni, að því full­yrt er á Vísi.

Starfs­fólk fékk tölvu­póst á sjöunda tímanum í kvöld vegna málsins. Þar var greint frá því að starfs­maðurinn hefði greinst með CO­VID-19 og að í kjöl­farið yrði gripið til við­eig­andi ráð­stafana.

Smit hafa áður komið upp á öðrum fjöl­miðlum, meðal annars hjá rit­stjórn DV og Ríkis­út­varpinu.