Þrjá­tíu börn og tíu starfs­menn leik­skólans Holts í Breið­holti eru komin í sótt­kví eftir að starfs­maður þar greindist smitaður af Co­vid-19 í gær. Hópurinn fer í sýna­töku á föstu­daginn.

Frá þessu greinir RÚV og hefur eftir Hall­dóru B. Gunn­laugs­dóttir leik­skóla­stjóra að smitið hafi komið upp í Litla Holti, hús­næði yngstu deilda leik­skólans. Á­fram verði opið í Stóra Holti, þar sem eldri deildir leik­skólans eru. Lítill sam­gangur sé milli húsana.

Fjöldi barna, for­eldra og starfs­fólks er nú í sótt­kví vegna smita á leik­skólum og frí­stunda­heimilum á höfuð­borgar­svæðinu. Öll börn á leik­skólanum Álfta­borg í Safa­mýri eru í sótt­kví, sem og öll börn á frí­stunda­heimilinu Frost­heimum í Vestur­bænum. Auk þess hefur þurft að senda börn í Hörðu­valla­skóla í Kópa­vogi og á leik­skóla á Sel­tjarnar­nesi í sótt­kví.

Sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins hafa öll börn á leik­skólanum Hæðar­bóli í Garða­bæ í sótt­kví og hafa börn á leik­skóla sem rekinn er af Fé­lags­stofnun Stúdenta einnig verið sett í sótt­kví.

Helgi Gríms­­son, sviðs­­stjóri skóla- og frí­­stunda­­sviðs Reykja­víkur­­borgar, sagði í sam­tali Frétta­blaðið fyrr í dag við­búið að leik­skólar og leik­skóla­deildir loki þegar Co­vid-smit eru jafn mörg og nú er, auk þess að margir sem veikjast sýni ekki ein­kenni sem geri á­standið erfiðara.