Hlé var gert á öllu endur­hæfingar­starfi hjá Heilsu­stofnun NLFÍ í Hvera­gerði um há­degið vegna Co­vid-smits sem greindist hjá skjól­stæðingi stofnunarinnar. Unnið er að smitrakningu og var gripið til þessar ráð­stafana í sam­ráði við sótt­varna­yfir­völd. Verið er að finna út úr því hvaða starfs­menn og skjól­stæðingar þurfa að fara í sótt­kví.

„Heilsu­­stofn­un harm­ar að þurfa að fresta með­ferð hjá skjól­­stæðing­um og þeim ó­þæg­ind­um sem þetta kann að valda en þess má geta að ekki hef­ur áður borist smit inn á stofn­un­ina frá því að kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn hófst,“ seg­ir í til­kynningu frá stofnuninni.

Á heima­síðu Heilsu­stofnunarinnar kemur fram að allir starfs­menn þar séu full­bólu­settir og þurfa allir sem þangað leita að vera það einnig.