Veitinga­staðurinn Smass opnaði aftur í dag eftir að honum var lokað í gær vegna Co­vid-19 smits hjá tveimur starfs­mönnum. Þetta kemur fram í til­kynningu á Face­book-síðu Smass.

Í gær var greint frá því á Face­book-síðu Smass að neyðst hafi verið til að loka staðnum tíma­bundið vegna smitanna. Hin smituðu voru full­bólu­settir.

Starfs­menn Smass hafa farið í skimanir og tókst að manna vaktir með starfs­fólki sem ekki var í sam­neyti við hina smituðu. Það hafi auk þess farið í skimanir og engin smit greinst. Engar fregnir hafi borist að smitum meðal við­skipta­vina.

„Við höldum á­fram að vera í fullu sam­ráði við sótt­varnar­yfir­völd og gerum allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja öryggi starfs­fólks og kúnna,“ segir í lok til­kynningarinnar frá Smass.