Díana Sjöfn Jóhanns­dóttir, rit­höfundur og bók­mennta­fræðingur, lenti í því ó­skemmti­lega at­viki að vera skipuð í sótt­kví í gær eftir að hafa um­gengist smitaðan ein­stak­ling. Hún þarf því að vera í burtu frá fjöl­skyldu sinni og barni í viku en henni bauðst að dvelja í bú­stað vinar síns sem er stað­settur á Suður­landi ná­lægt Hellu.

Nógu erfitt er að vera í burtu frá barni sínu í viku en málin vandast þó enn frekar vegna kosninganna komandi laugar­dag og finnst Díönu margt vera sér­stakt við skipu­lagið hjá þeim sem eru í sótt­kví eða ein­angrun.

„Þetta er svo sem alveg skýrt og mér finnst gott að geta kosið af því ég vil auð­vitað nýta kosninga­rétt minn. En manni finnst þetta samt eitt­hvað svo sér­stakt og forn­eskju­legt að þurfa að skrifa á blað og svo þarf ein­hver að sjá at­kvæði manns. Ég þarf að treysta ein­hverri mann­eskju fyrir að skila at­kvæðinu mínu. Mér finnst það kannski smá ó­þægi­legt,“ segir Díana.

Henni finnst til­hugsunin um að þurfa að treysta annarri mann­eskju fyrir at­kvæði sínu ekki vera jafn þægi­leg eins og geta bara skilað því sjálf í kjör­kassann.

„En auð­vitað ætla ég að fara og kjósa og verð bara að treysta því að at­kvæðið mitt fari á réttan stað,“ segir Díana.

Ég þarf að treysta ein­hverri mann­eskju fyrir að skila at­kvæðinu mínu. Mér finnst það kannski smá ó­þægi­legt.

Leyfi­legt að kjósa í gegnum bíl­rúðu

Eins og Frétta­blaðið greindi frá í gær þá er ein­stak­lingum sem eru í sótt­kví eða ein­angrun leyfi­legt að kjósa í gegnum bíl í utan­kjör­funda­at­kvæða­greiðslu á sér­til­gerðum kjör­stöðum og þurfa þeir þá að skrifa at­kvæði sitt á blað og sýna það í gegnum bíl­rúðuna.

Díana gerir ráð fyrir því að hún muni þurfa að keyra á Sel­foss til að kjósa en hún segir þó ýmsum spurningum ó­svarað varðandi fram­kvæmdina.

„Á ég bara að skrifa flokkinn? Segjum ef mig langar að strika ein­hvern út af listanum. Ég veit ekki hvort maður á bara að skrifa það líka. Á ég að skrifa kjör­dæmið mitt á blaðið? Er það að fara að vera ó­gilt at­kvæði ef ég skrifa þetta eitt­hvað vit­laust á blaðið?“

Díana ætlar þó að reyna að stressa sig ekki of mikið á þessu og segir fátt annað í stöðunni en að vona að þetta gangi upp.

„Ég ætla bara að treysta á að þetta gangi,“ segir hún að lokum.