Mikil ör­tröð myndaðist seint í gær­kvöldi þegar fólk var að yfir­gefa gossvæðið í Geldinga­dölum. Fjöl­margir voru enn á gossvæðinu á ellefta tímanum í gær og þurfti fólk að fara hægt yfir til að komast aftur í bíla sína. Mikil álka myndaðist á göngu­leiðinni er það byrjaði í að snjóa í gær. Strekkingsvindur gerði fólki einnig erfitt fyrir.

Björgunar­sveitir sáu um að að­stoða fólk en ekki voru allir nægi­lega vel skóaðir í hálkuna.

Bogi Adolfs­­son, for­­maður björgunar­sveitarinnar Þor­bjarnar í Grinda­­vík, sagði í sam­tali við Frétta­blaðið á sjötta tímanum í gær að sumir hefðu ör­magnast á göngunni.

Björgunarsveitir voru að störfum fram eftir kvöldi í gær.
Ljósmynd/Stefán Pálsson

Opnað verður fyrir för að gos­stöðvum klukkan 10 í dag. Við­bragðs­aðilar ráð­leggja göngu­fólki að hafa brodda með­ferðis en flug­hált er á göngu­leiðinni að gos­stöðvum.

Við­bragðs­aðilar funduðu í morguns­árið og tóku á­kvörðun um að opna Suður­strandar­veg og göngu­leið að gos­stöðvunum í Geldinga­dölum kl. 10:00.

Fólk ríghélt í kaðalinn í hálkunni.
Ljósmynd/Stefán Pálsson

Við­bragðs­aðilar funduðu í morguns­árið og tóku á­kvörðun um að opna Suður­strandar­veg og göngu­leið að gos­stöðvunum í Geldinga­dölum kl. 10:00.

„Veður á svæðinu er þeim hætti að strekkings­vindur er af norðri og flug­hált á göngu­leiðum að gos­stöðvunum. Fólki er sem hyggst fara að gos­stöðvunum í dag, er ein­dregið ráð­lagt að búa sig vel og hafa brodda með­ferðis,“ segir í til­kynningu frá lög­reglunni á Suður­nesjum.

Gönguljós gesta loguðu í myrkinu meðan þeir gengu í kuldanum heim frá gossvæðinu.
Ljósmynd/aðsend
Miklar raðir mynduðust þegar fólk var að reyna komast heim frá gossvæðinu í gær.
Ljósmynd/aðsend