Þyrla Land­helgis­gæslunnar var kölluð út vegna er­lendrar konu hjá gos­stöðvunum í Geldinga­dölum klukkan tuttugu mínútur í eitt í nótt. Konan var slösuð á fæti og var hún flutt á sjúkra­hús í Reykjavík til að­hlynningar.

Konan óskaði eftir að­stoð á fyrsta tímanum í nótt eftir að hafa orðið við­skila við hópinn sem hún hafði verið með klukkan tæp­lega ellefu í gær­kvöld. Hún átti í erfið­leikum með að út­skýra hvar hún væri stödd og hóf björgunar­sveit leit á fyrsta tímanum í nótt.

Björgunar­sveitar­fólki tókst að finna konuna með því að reyna að stað­setja síma hennar en hún veifaði einnig vasa­ljósi á síma sínum til að vekja at­hygli á sér. Konan fannst í hlíð og vegna á­verka hennar reyndist ó­mögu­legt að flytja hana niður nema með að­stoð þyrlu.