Björgunar­sveitir á Suður­landi voru á þriðja tímanum í dag kallaðar út vegna slasaðrar konu á Fimm­vörðu­hálsi. Fram kemur í til­kynningu frá Lands­björg að konan er slösuð á fæti. Hún er stödd ofar­lega á Fimm­vörðu­hálsi, miðja vegu milli Bald­vins­skála og Fimm­vörðu­háls­skála.

Um þrjá­tíu mínútum eftir að út­kallið barst voru fyrstu hópar björgunar­sveita á­samt sjúkra­flutninga­mönnum komnir að Skógum og héldu af stað upp Fimm­vörðu­háls.

Sam­kvæmt upp­lýsingum frá Davíð Má Bjarna­syni, upp­lýsinga­full­trúa Lands­bjargar mun björgunar­sveitar­fólk flytja konuna niður þar sem sjúkra­bíll mun bíða hennar.

Eins og staðan er núna þá er annað göngu­fólk hjá konunni. Fyrstu við­bragðs­aðilar eru væntan­legir til hennar um klukkan korter í fjögur.