Lögregla stöðvaði í dag slagsmál tveggja manna í hverfi 105 en einn þeirra var með hníf á lofti. Sá var afvopnaður og voru mennirnir báðir færðir í fangageymslur. Málið er nú í rannsókn lögreglu.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Fátt annað var fréttnæmt við dag lögreglunnar í dag en nokkuð var um tilkynningar vegna fólks í annarlegu ástandi. Í einu tilviki þurfti að fjarlægja mann úr ruslagámi við tjaldsvæði sem var í annarlegu ástandi.