Þrjú börn og sjö fullorðnir létust í húsbruna í bænum Nescopeck í Pennsylvaníufylki Bandaríkjanna í gærmorgun. Þrír komust undan úr eldsvoðanum. Slökkviliðsmaður sem fór í útkall að brunanum komst að því að hin látnu voru fjölskyldumeðlimir hans.

BBC fjallar um málið, en þar kemur fram að upptök eldsins séu rannsökuð sem sakamál.

„Slökkviliðsmennirnir reyndu með djörfum hætti að komast inn í húsið, en var ýtt frá af sterkum eldslogum og miklum hita,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Það var sjálfur slökkviliðsmaðurinn ,Harold Baker, sem greindi frá því að hann hefði misst fjölskyldu sína, nánar tiltekið son, dóttur, tengdaföður, mág, mágkonu, þrjú barnabörn, og tvö önnur ættmenni.

Nítján ára sonur hans, Dale Baker, sem lést í eldsvoðanum hafði fetað í fótspor föður síns og vann hjá slökkviliðinu.

„Þegar við beygðum upp veginn á Dewey [stræti] vissi ég um leið hvaða hús þetta var, hreinlega með því að horfa upp götuna,“ er haft eftir Harold Baker í dagblaði úr Pennsylvaníu.