Mikill meiri­hluti fé­lags­manna í Lands­sam­bandi slökkvi­liðs- og sjúkra­flutninga­manna, LSS, sam­þykktu í vikunni verk­falls­boðun og varð fé­lagið þar af leiðandi sex­tánda aðildar­fé­lag BSRB til að boða verk­falls­að­gerðir.

Alls sam­þykktu 79,9 prósent þeirra sem greiddu at­kvæði verk­falls­boðunina og tóku 68,4 prósent þeirra sem eru á kjör­skrá þátt í at­kvæða­greiðslunni. Að­gerðir LSS beinast bæði að ríkinu og sveitar­fé­lögum í landinu og hefjast þriðju­daginn 10. mars.

Að­gerðirnar verða tíma­settar sam­hliða að­gerðum annarra aðildar­fé­laga BSRB sem boðað hafa til verk­falls­að­gerða frá 9. mars næst­komandi. Verk­fall LSS stendur milli klukkan 10:00 og 15:00 dagana 19. og 18. mars og frá 19-18 dagana 26. mars og 1. apríl.

Náist samningar ekki fyrir 15 apríl munu fé­lags­menn sex­tán aðildar­fé­laga BSRB sem starfa hjá ríki og sveitar­fé­lögum fara í ó­tíma­bundið alls­herjar­verk­fall þar til samningar hafa náðst.

Aðgerðaráætlun BSRB.

Fé­lags­menn í eftir­töldum fé­lögum hafa sam­þykkt boðun verk­falls:

 • Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi
 • Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum
 • FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu
 • Kjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu
 • Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna
 • Sameyki – stéttarfélag í almannaþjónustu
 • Sjúkraliðafélag Íslands
 • Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu
 • Starfsmannafélag Fjallabyggðar
 • Starfsmannafélag Fjarðabyggðar
 • Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
 • Starfsmannafélag Húsavíkur
 • Starfsmannafélag Kópavogs
 • Starfsmannafélag Mosfellsbæjar
 • Starfsmannafélag Suðurnesja
 • Starfsmannafélag Vestmannaeyja