Síðasti sólar­hringur var anna­samur hjá Slökkvi­liði höfuð­borgar­svæðisins. Dælubíll var kallaður út til að bjarga ketti. Kötturinn var fastur upp á þaki við hús á Strand­götu í Hafnar­firði og hafði verið það í tölu­verðan tíma sam­kvæmt Slökkvi­liðinu.

Þeir hafi notað körfu­bílinn og tún­fisk til að ná henni niður „Kisunni var boðið upp á dýrindis tún­fisk til að lokka hann út. Eftir tuttugu mínútur hafi tekist að koma kettinum niður.“

Það var þó ekki eina verk­efni Slökkvi­liðsins en þeir fóru í 116 sjúkra­flutninga síðasta sólar­hring, þar af níu Co­vid verk­efni. Þá sinntu þeir einnig tveimur út­köllum vegna elds í gámum, reykræstingu og út­kalli vegna bilaðs reyk­skynjara að því er fram kemur á Facebook-síðu Slökkviliðsins.

Þá var dælu­bíll kallaður út vegna á­reksturs og bíl­veltu. Engin slys urðu á fólki að sögn Slökkvi­liðsins.