Slökkv­i­lið­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u (SHS) verð­ur með sér­stak­an við­bún­að á morg­un vegn­a as­a­hlák­u og hlý­ind­a. Gul við­vör­un er á öllu land­in­u á morg­un vegn­a þess­a en hún tek­ur gild­i á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u klukk­an fimm í fyrr­a­mál­ið.

Í til­kynn­ing­u frá slökkv­i­lið­in­u biðl­a þau til fólks að huga að bæði nið­ur­föll­um við hús sín og grýl­u­kert­i og snjó­hengj­ur á hús­um.

„Það er ver­ið að kall­a út auk­a­fólk. Við erum búin að vera að fylgj­ast með spánn­i og hún virð­ist vera að gang­a eft­ir. Svon­a dag­ar geta ver­ið þung­ir hjá okk­ur, í svon­a vatns­tjóns­verk­efn­um,“ seg­ir Ás­dís Gísl­a­son upp­lýs­ing­a­full­trú­i Slökkv­i­liðs­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Hún seg­ir að best sé fyr­ir hús­eig­end­ur að huga að nið­ur­föll­um í görð­um en líka við gang­stétt­ir og í næst­a ná­grenn­i við hús­ið. Víða er þykk­ur klak­i yfir en Ás­dís mæl­ir með því að fólk reyn­i að brjót­a hann yfir nið­ur­föll­um svo rign­ing­ar­vatn og snjór sem bráðn­ar á morg­un kom­ist leið­ar sinn­ar.

„Fólk veit yf­ir­leitt hvar nið­ur­föll­in eru en auð­vit­að eru víða stór­ir og þung­ir klak­a­bank­ar. En snjór­inn þarf að kom­ast eitt­hvað. Það er mik­il­vægt að hjálp­ast að svo að þess­i dag­ur á morg­un verð­i sem skást­ur. Vatns­tjón geta ver­ið erf­ið og þess vegn­a erum við að hnipp­a í fólk um að hjálp­ast að með þett­a. Við ger­um okk­ur grein fyr­ir því að það get­ur ver­ið erf­itt að brjót­a klak­ann en það á að vera hægt.“

Svona munu margar götur líta út á morgun.
Fréttablaðið/Anton Brink

Þá eru einn­ig víða stór grýl­u­kert­i og þung­ar snjó­hengj­ur á hús­um sem geta ver­ið hætt­u­leg fólk­i þeg­ar hlýn­ar því þau geta fall­ið af hús­um.

„Þeg­ar þett­a fer að fall­a nið­ur get­ur það ver­ið stór­hætt­u­legt,“ seg­ir Ás­dís.

SHS vill einn­ig bend­a á að ef fólk beit­ir hálk­u­vörn­um við hús­næð­i, er ráð­lagt að nota sand en ekki salt, en hægt er að nálg­ast sand hjá mörg­um sveit­ar­fé­lög­um.