Nokkur erill var hjá slökkvi­liðinu á höfuð­borgar­svæðinu síðast­liðinn sólar­hring. Alls var farið í 114 út­köll á sjúkra­bíla og 3 út­köll á dælu­bíla sem voru öll minni­háttar sam­kvæmt færslu slökkvi­liðsins á Face­book.

„Helst myndum við vilja hafa það ró­legt Því ef það er ró­legt hjá okkur þá þýðir það að lítið er um slys eða veikindi,“ segir í færslunni.

Eitt af út­köllum slökkvi­liðsins var að slökkva eld í stórri rusla­tunnu bak við Mýrar­húsa­skóla eins og sést á með­fylgjandi mynd.