Nokkur erill var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn sólarhring. Alls var farið í 114 útköll á sjúkrabíla og 3 útköll á dælubíla sem voru öll minniháttar samkvæmt færslu slökkviliðsins á Facebook.
„Helst myndum við vilja hafa það rólegt Því ef það er rólegt hjá okkur þá þýðir það að lítið er um slys eða veikindi,“ segir í færslunni.
Eitt af útköllum slökkviliðsins var að slökkva eld í stórri ruslatunnu bak við Mýrarhúsaskóla eins og sést á meðfylgjandi mynd.