Fjöldi bygginga í London eru ó­nýtar eftir að gróður­eldar bárst í þær. Slökkvi­liðið í London lýsti yfir svo­kölluðum „stór­at­burð“ vegna fjölda elda sem geisuðu í borginni, sagt er að minnst tíu eldar hafi kviknað víðsvegar um London vegna hita­bylgjunnar. Breski miðillinn Metro greinir frá þessu.

Dagurinn í dag er heitasti dagur í sögu Bret­lands, en hitinn fór yfir fjöru­tíu gráður í fyrsta sinn síðan mælingar hófust.

Slökkviliðið í London hefur haft nóg að gera í dag.
Fréttablaðið/Getty

Sjúkra­bíla­þjónustan í London segir fjöldann allan af heil­brigðis­starfs­fólki sinna sjúk­lingum sem fengið hefur bruna­á­verka.

Mikill eldur stendur í rað­húsum í Wennington, bæ sem liggur við London. Rúm­lega hundrað slökkvi­liðs­menn og fimm­tán slökkvi­liðs­bílar berjast við eldinn þar.

Í­búar þurftu að yfir­gefa húsin sín í flýti þegar eldur barst í barst í húsin.

Borgar­stjóri London, Sadiq Khan greindi frá á­kvörðun slökkvi­liðsins í London að lýsa yfir „stór­at­burð.“ Hann sagði slökkvi­liðið vera undir gífur­legri pressu í bar­áttu þeirra við eldana.

Sjá má myndband af brunanum frá Metro hér að neðan: