„Við erum hér fyrir ykkur,“ segir í færslu á Face­book-síðu Slökkvi­liðsins á höfuð­borgar­svæðinu í morgun og eru það orð að sönnu.

Slökkvi­liðið fékk ó­venju­lega sím­hringingu í gær­kvöldi sem höfðu lent í því að festa fót­boltann sinn uppi í tré. Í færslu slökkvi­liðsins kemur fram að boltinn hafi verið nokkuð hátt uppi, ein­hverja tuttugu metra á að giska, og því erfitt að ná honum.

Það er skemmst frá því að segja að slökkvi­liðið sendi bíl á vett­vang til að að­stoða ung­lingana og var boltanum á endanum komið niður úr trénu með því að sprauta vatni á hann.

Í færslu slökkvi­liðsins kemur fram að erill hafi verið í sjúkra­flutningum síðast­liðinn sólar­hring eins og svo oft áður, en alls var farið í 123 flutninga. Eldur kom upp í bif­reið fyrri part nætur í Hafnar­firði og barst hann yfir í annan bíl. Þeir voru á bíla­plani og ekki mikil hætta á ferðum fyrir fólk.