Slökkvi­liðið á höfuð­borgar­svæðinu er enn að rann­saka mynd­bandið með klám­fengnu efni sem sem virðist hafa verið tekið upp í hús­næði slökkvi­liðsins við Skógar­hlíð í Reykja­vík.

„Þetta er hund­leiðin­legt,“ segir Birgir Finns­son, að­stoðar­slökkvi­liðs­stjóri og bætir við að slökkvi­liðinu þykir miður að vera dregið inn í svona mál.

„Við höfum fengið á­kveðnar vís­bendingar um það sem átti sér stað og við erum að vinna úr þeim, en að öðru leyti get ég ekki tjáð mig um málið á þessu stigi,“ segir Birgir.

DV greindir frá málinu fyrst í gær, en eftir að mynd­bandið hafi verið rann­sakað innan­húss hjá SHS kom það fram að ekki færi á milli mála að um sjúkra­bif­reið væri að ræða.

Nú vísa á­kveðnar vís­bendingar í þá átt að mynd­bandið var tekið upp í hús­næði slökkvi­liðsins við Skógar­hlíð.