Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er enn að rannsaka myndbandið með klámfengnu efni sem sem virðist hafa verið tekið upp í húsnæði slökkviliðsins við Skógarhlíð í Reykjavík.
„Þetta er hundleiðinlegt,“ segir Birgir Finnsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri og bætir við að slökkviliðinu þykir miður að vera dregið inn í svona mál.
„Við höfum fengið ákveðnar vísbendingar um það sem átti sér stað og við erum að vinna úr þeim, en að öðru leyti get ég ekki tjáð mig um málið á þessu stigi,“ segir Birgir.
DV greindir frá málinu fyrst í gær, en eftir að myndbandið hafi verið rannsakað innanhúss hjá SHS kom það fram að ekki færi á milli mála að um sjúkrabifreið væri að ræða.
Nú vísa ákveðnar vísbendingar í þá átt að myndbandið var tekið upp í húsnæði slökkviliðsins við Skógarhlíð.