Slökkvi­liðið á höfuð­borgar­svæðinu bjargaði páfa­gauki úr tré í gær. Þá kom slökkvi­liðið einnig hesti til að­stoðar sem sást á sundi.

Þetta kemur fram í Face­book færslu hjá slökkvi­liðinu. Þar segir að sjúkra­bílar hafi verið kallaðir út í 126 verk­efni, þar af 23 for­gangs­verk­efni og tólf CO­VID-flutninga.

„Verk­efni á slökkvi­bíla voru sex síðasta sóla­hring og voru þau ansi fjöl­breytt en öll það sem við teljum minni­háttar. Hæst ber að nefna björgun páfa­gauks sem hafði væntan­lega sloppið út úr búrinu sínu og á­kvað að skoða að­eins heiminn. Sat hann hinn spakasti uppi í tré þegar slökkvi­liðs­menn náðu að fanga hann,“ segir í færslunni.

Þá sást til hests á sundi í Elliðar­vatni. „Var hann kominn upp úr er við komum á staðinn og var hann hand­tekinn af lög­reglu. Já, þau geta verið ýmis­leg verk­efnin. Farið nú öll var­lega og eigið þið góðan dag.“