Slökkv­i­lið höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins tel­ur sig hafa náð tök­um á sin­u­brun­a í Heið­mörk sem kvikn­að­i síð­deg­is. Enn er þó mik­il vinn­a eft­ir við að ráða end­an­leg­a nið­ur­lög­um hans. Þett­a sagð­i Jón Við­ar Matth­í­as­son, slökkv­i­stjór­i á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u í kvöld­frétt­um RÚV.

Til­kynn­ing um brun­ann barst slökkv­i­lið­i klukk­an kort­er í fjög­ur og klukk­u­tím­a síð­ar var ósk­að að­stoð­ar þyrl­u Land­helg­is­gæsl­unn­ar. TF-EIR fór með slökkv­iskj­ól­u, sem tek­ur 1.660 lítr­a, og sótt­i vatn í Ellið­a­vatn og sleppt­i yfir eld­inn.

Erfitt að­geng­i er að brun­an­um sem brenn­ur nokk­urn spöl frá veg­um í Heið­mörk. Allt til­tækt slökkv­i­lið var kall­að út og naut það að­stoð­ar lög­regl­u og björg­un­ar­sveit­a, auk Gæsl­unn­ar. Ekki liggj­a fyr­ir hver upp­tök elds­ins voru og ger­ir slökkv­i­lið ráð fyr­ir að að­gerð­ir stand­i fram eft­ir kvöld­i.

Meir­a en 50 slökkv­i­liðs­menn hafa tek­ið í þátt í slökkv­i­störf­um.
Fréttablaðið/Valli

Reyk­ur hef­ur sést víða af höf­uð­borg­ar­svæð­in­u og allt vest­ur á Akra­nes. Jón sagð­i í kvöld­frétt­um að tal­ið væri að eng­um stæð­i ógn af eld­in­um en á­vallt fylgd­i hætt­a svo um­fangs­mikl­um gróð­ur­eld­um.

„Þett­a er hætt­an sem skap­ast þeg­ar ekki er far­ið var­leg­a, ef við gef­um okk­ur að það sé það sem er að vald­a þess­u,“ sagð­i Jón. „Það þarf í raun­inn­i bara eitt ó­vilj­a­verk eða að menn séu ekki að gæta að sér.“

Gríð­ar­leg­an reyk hef­ur lagt frá brun­an­um.
Fréttablaðið/Valli