Aukning var síðasta sólarhringt í sjúkraflutningum á höfuðborgarsvæðinu eftir fækkun síðustu vikna.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins greinir frá því að farið var í 146 sjúkraflutninga og 17 vegna Covid-19, sem er aukning frá síðustu dögum.

Dælubílar fóru í 6 útköll og voru það frá aðstoð við borgara, sjúkrabíl, viðvörunarkerfi og annað minniháttar.

Slökkvilið biðlar til almennings að fara varlega á kosninganótt.