Um 30 í­búar fjöl­býlis­húss í Reykja­nes­bæ þurftu að yfir­gefa heimili sitt í nótt á meðan eldur, sem kom upp í bíl í verk­stæða­geymslu hússins, var slökktur. Vel gekk að slökkva eldinn og var í­búunum hleypt aftur inn til sín að að­gerðunum loknum.


Húsið er gamalt frysti­hús, Röstin, sem hefur verið breytt í í­búðar­hús­næði. Bruna­vörnum Suður­nesja barst til­kynning um eldinn rétt eftir klukkan þrjú í nótt. Þetta stað­festir Ár­mann Árna­son varð­stjóri í sam­tali við Frétta­blaðið.


Hann segir að eldur hafi komið upp í öðrum bílnum í verk­stæða­geymslunni og mikill reykur hafi myndast. Slökkvi­liði tókst að kæfa eldinn og reykræsta á um klukku­stund.


Ekki liggur fyrir hve miklar skemmdir urðu á húsinu en Árni segir að mála þurfi veggi verk­stæða­geymslunnar eftir reykinn, svo mikið sé víst. Bílarnir eru þá nokkuð skemmdir telur hann.