Ekki var unnt að framkvæma frávísun egypskrar fjölskyldu frá landinu sem fara átti fram í morgun en að sögn lögreglu var fólkið ekki á fyrirfram ákveðnum stað þar sem stoðdeild hugðist fylgja þeim úr landi.

„Ekki er vitað um dvalarstað fólksins. Málið er áfram á borði stoðdeildar ríkislögreglustjóra. Ekki er verða veittar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu,“ segir í tilkynningu stoðdeild ríkislögreglustjóra.

Magnús Davíð Norð­dahl, lög­maður Kehdr fjöl­skyldunnar, segir að hann hafi ekkert heyrt í fjöl­skyldunni í morgun en til stóð að sækja þau á heimili þeirra klukkan hálf sex í morgun þar sem það yrði svo flogið með þau til Amsterdam og þaðan til Kaíró í Egypta­landi.

Magnús sagði í sam­tali við Frétta­blaðið í gær að fjöl­skyldan hafi verið bæði hvekkt og hrætt en að þau trúðu því enn að ekki yrði af brott­vísuninni. Hann greindi frá því í Morgunút­varpi Rásar 2 í morgun að slökkt sé á síma fjöl­skyldunnar.

Höfnuðu beiðninni um frest

Líkt og áður hefur komið fram er um að ræða sex manna fjöl­skyldu, hjónin Dooa og I­bra­him og börnin þeirra fjögur sem eru á aldrinum 5 til 12 ára, en fjöl­skyldan dvalið hér á landi í rúm tvö ár. Þau flúðu til Ís­lands árið 2018 vegna of­sókna í Egypta­landi vegna þátt­töku I­bra­him í stjórn­mála­starfi.

Kæru­nefnd hafnaði í gær að fresta brott­vísuninni í gær en Út­lendinga­stofnun synjaði fjöl­skyldunni um vernd í lok júlí í fyrra og mat að fjöl­skyldan væri örugg í Egypta­landi. Upp­runa­lega stóð til að þeim yrði vísað úr landi í febrúar en brott­vísuninni var frestað vegna kóróna­veirufar­aldursins.

Kerfið og stjórnvöld hafi brugðist

Fjöldi fólks hefur mót­mælt brott­vísuninni en í gær var boðað til sam­stöðu­fundar á Austur­velli auk þess sem mót­mælt var fyrir utan ráð­herra­bú­staðinn í gær­morgun þar sem dóms­mála­ráð­herra fékk af­hent 13 þúsund undir­skriftir frá fólki sem mót­mælti brott­vísuninni.

Þá gagn­rýndi Magnús ferlið í Face­book færslu i gær en þar sagði hann vera yfir­bugaður af sorg og reiði í garð kerfisins og stjórn­mála­manna. „Því skal haldið til haga að heild­stætt og sjálf­stætt mat fór aldrei fram á hags­munum barnanna, hvorki í upp­hafi né á síðari stigum þegar þau höfðu dvalið hér í eins langan tíma og raun ber vitni,“ sagði Magnús.

„Þó kerfið og stjórn­völd hafi brugðist þá hefur al­menningur látið í sér heyra og það er mikil­vægara en nokkru sinni að við­halda um­ræðunni og þeim þrýstingi sem fram hefur komið síðustu daga. Þannig verða breytingar í lýð­ræðis­sam­fé­lagi.“

Ég er yfirbugaður af sorg og reiði í garð kerfisins og stjórnmálamanna. Á síðustu árum hafa ráðherrar og þingmenn...

Posted by Magnús Davíð Norðdahl on Tuesday, September 15, 2020