Á meðal mála sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk á borð til sín í gærkvöld og nótt var tilkinning um slagsmál á veitingastað í Laugardal.

Lögreglunni var einnig tilkynnt um líkamsárás í miðbænum. Þar sem einstaklingur segist hafa verið sleginn. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu

Þá var tilkynnt um húsbrot og líkamsárás í Hafnarfirði, en þar var einn einstaklingur handtekinn á vettvangi og er vistaður í þágu rannsóknar málsins.

Í dagbókinni er jafnframt greint frá því að í fjölbýlishúsi í Breiðholti hafi verið óskað eftir aðstoð lögreglu vegna manns sem var að reyna að komast inn í íbúð sem hann bjó ekki í. Fram kemur að einstaklingurinn hafi verið ofurölvi og óviðræðuhæfur og gat hann ekki gefið lögreglumönnum upp hvar hann byggi og því var hann vistaður í fangaklefaþ