Héraðs­sak­sóknari hefur á­kært tvo karl­menn fyrir sér­lega hættu­lega líkams­á­rás í maí árið 2017. Mönnunum er gefið að hafa slegið þolandann með krepptum hnefa þannig að hann féll í jörðina og í kjöl­farið hafi þeir sparkað í­trekað í höfuð hans og líkama á meðan hann lá á jörðinni. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag.

Maðurinn hlaut fjölda mara og dreifð þreifi­eymsl á höfði, þar á meðal mar og kúlu yfir bæði hægra og vinstra gagn­auga­blaði og mar á hnakka, mar yfir hryggjar­tindum, rif­brot, mar á öxl og fjölda mara og dreifð þreifi­eymsl á út­limum.

Krafist er að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakar­kostnaðar á­samt því að greiða manninum 917.643 krónur í skaða­bætur.