Mikill eldur er í húsi við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er á staðnum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að við stórbruna sé að eiga. „Við biðjum fólk að koma alls ekki á vettvang, enda flækir það björgunarstarf gríðarlega og getur sett fólk í hættu.“

Erfiðar aðstæður eru á vettvangi enda er mikið rok.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins af vettvangi er þakið hrunið í húsinu. Inni er hins vegar mikill eldsmatur. Tugir slökkviliðsmanna eru á vettvangi.

Fjölmenni fylgist með brunanum, þrátt fyrir tilmæli lögreglunnar, sem hefur lokað fyrir umferð.

Það er hús númer 39 sem logar á Hvaleyrarbraut. Þar eru til húsa, samkvæmt skrám, Glugga og hurðasmiðja SB ehf og Bindivír efh.

Fréttin hefur verið uppfærð.