Innlent

Slökkviliðið glímir við stórbruna í Hafnarfirði

Allt tiltækt slökkvilið er á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði.

Þessari mynd af vettvangi deildi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu með færslunni. Mynd/Lögreglan

Mikill eldur er í húsi við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er á staðnum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að við stórbruna sé að eiga. „Við biðjum fólk að koma alls ekki á vettvang, enda flækir það björgunarstarf gríðarlega og getur sett fólk í hættu.“

Erfiðar aðstæður eru á vettvangi enda er mikið rok.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins af vettvangi er þakið hrunið í húsinu. Inni er hins vegar mikill eldsmatur. Tugir slökkviliðsmanna eru á vettvangi.

Fjölmenni fylgist með brunanum, þrátt fyrir tilmæli lögreglunnar, sem hefur lokað fyrir umferð.

Það er hús númer 39 sem logar á Hvaleyrarbraut. Þar eru til húsa, samkvæmt skrám, Glugga og hurðasmiðja SB ehf og Bindivír efh.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Mynd frá brunanum. Mynd/Aðsend

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Verkalýðsmál

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Innlent

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Innlent

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Auglýsing

Nýjast

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Leggja 200 prósent tolla á allar vörur frá Pakistan

Fimm létust í skot­á­rás á ferða­manna­stað í Mexíkó

Shamima fæddi barn í flótta­manna­búðunum

Röktu slóð ræningjans í snjónum

Sagður hafa svið­sett á­rásina á sjálfan sig

Auglýsing