Karl­maður var ný­verið dæmdur í þriggja mánaða skil­orðs­bundið fangelsi fyrir líkams­á­rás gegn fyrr­verandi sam­býlis­konu sinni. Manninum er einnig gert að greiða konunni 450 þúsund krónur í miska­bætur vegna málsins.

Sam­kvæmt lög­reglu­skýrslu átti at­vikið sér stað þann 18. desember 2021. Að sögn brota­þola var hún að horfa á sjón­varpið á­samt manninum, sem var búinn að neyta tölu­verðs á­fengis. Hann hafi allt í einu orðið pirraður og gefið henni fjögur hnefa­högg á vinstri vanga.

Maðurinn yfir­gaf heimilið í kjöl­far á­rásarinnar og farið til bróður síns. Brota­þoli hringdi í lög­regluna og var maðurinn hand­tekinn skömmu síðar á heimili bróður síns.

Brota­þoli hlaut tölu­verða á­verka vegna á­rásarinnar. Hún hlaut mar og yfir­borðs­á­verka á and­liti, verki í and­lits­beinum, bólgu og mar á vísi­fingri hægri handar, mar­blett á hægri upp­hand­legg, mar­bletti á vinstri upp­hand­legg og þreyfi­eymsli á hálsi, herðum og bringu­beinum.

Maðurinn neitaði stað­fast­lega að hafa slegið brota­þola þetta kvöld. Hjá lög­reglu sagðist hann hafa ýtt henni á gólfið og þannig hafi hún hlotið á­verkana. Töldu rann­sak­endur það hafið yfir skyn­sam­legan vafa og þar með sannað að maðurinn hafi slegið brota­þola í and­litið.

Manninum var einnig gefið að sök að hafa keyrt ölvaður til bróður síns í kjöl­far á­rásarinnar. Maðurinn hélt því fram að hann hafi labbað til bróður síns og neitaði hann því sök. Hann var sýknaður af þeim á­kæru­lið.

Fyrir Héraðs­dóm Reykja­ness var maðurinn dæmdur í þriggja mánaða skil­orðs­bundið fangelsi vegna líkams­á­rásarinnar. Honum var þá gert að greiða fyrr­verandi sam­býlis­konu sinni 450 þúsund krónur í miska­bætur og 1.150 þúsund krónur í máls­kostnað.