Karl­maður í Georgíu fylki í Banda­ríkjunum var hand­tekinn á föstu­dag fyrir að slá frétta­konu á rassinn í beinni út­sendingu. Frétta­konan, Alex Bozar­jian, var að flytja fréttir af hlaupa­keppni í bænum Savannah í Georgíu. Hann verður kærður fyrir kyn­ferðis­lega á­reitni.

Bozar­jian var í beinni út­sendingu þar sem kepp­endur í hlaupinu streymdu fram hjá henni. Þegar maðurinn, sem sam­kvæmt BBC er 43 ára gamall og heitir Thomas Callaway, hljóp fram hjá henni sló hann frétta­konuna á rassinn.

WSAV-TV sjón­varps­stöðin sem Bozar­jian vinnur hjá sendi frá sér til­kynningu þar sem segir að hegðun Callaway í hennar garð hafi verið al­gjör­lega ó­á­sættan­leg. „Það á enginn að vera niður­lægður á þennan hátt,“ segir þar jafn­framt.

Bozarjian sagði á Twitter að maðurinn hafi hlutgert og niðurlægt sig.

Mynd­band af at­vikinu má sjá hér að neðan, en þar sést þegar maðurinn kemur aftan að konunni og viðbrögð hennar.