Viðskiptavinur í verslun í miðbæ Reykjavíkur sló afgreiðslumann í andlitið og skemmdi borð í versluninni.

Að sögn lögreglu var umræddur aðili ósáttur við afgreiðslu. Lögreglan fékk tilkynningu um líkamsárásina klukkan korter í átta í gærkvöldi en árásarmaðurinn var farinn af vettvangi þegar lögreglufulltrúar mættu á vettfang. Þá er vitað hver aðilinn er og málið í rannsókn.

Ofurölvi unglingar og ókyrrð í miðbæ

Þá var eitthvað um ókyrrð í miðbænum í gærkvöldi. Nokkrir ofurölvi menn voru handteknir sökum ástands; einn var búinn að vera ofbeldisfullur og höfðu dyraverðir þurft að halda honum þar til lögregla sótti hann.

Tveir 16 ára unglingspiltar í Mosfellsbæ höfðu drukkið sig blindfulla og þurfti lögregla að hafa afskipti af þeim. Piltarnir voru í mjög slæmu ástandi að sögn lögreglu og voru þeir sóttir af foreldrum.

Ölvaður karlmaður í Árbæ var tekinn fyrir að krota á vegg klukkan hálf eitt í nótt. Hann var með bakpoka með spreybrúsum og verkfærum og hafði að sögn lögreglu ekki fengið leyfi frá húseiganda að graffa á vegginn.

Var honum tilkynnt að hann yrði kærður fyrir eignaspjöll og var lagt hald á bakpoka hans.

Grunaður um að selja fíkniefna

Þónokkrir ökumenn voru stöðvaðir af lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Tveir ökumenn voru stöðvaðir í Hfanarfirði, grunaður um að selja og dreifa fíkniefnum. Þeir voru handteknir og vistaðir í fangaklefa lögreglu.

Rétt eftir miðnætti voru þrír men stöðvaðir á Suðurlandsvegi við Rauðavatn, einnig grunaður um að selja fíkniefna. Voru þeir einnig vistaðir í fangaklefa.

Með eins árs barn í ótryggðum bíl

Í Breiðholti var ökmaður stöðvaður í gærkvöldi fyrir að keyra án þess að hafa gild ökuréttindi. Ökumaðurinn var með eins árs gamalt barn í bílnum og reyndist hafa ekið ítrekað án ökuréttinda. Skráningarnúmer voru kippt af bílnum sem hafði reynst ótryggður og var málið tilkynnt til Barnaverndar.

Í sama hverfi hafði hundur glefsað í barn. Lögregla fékk tilkynningu um málið klukkan 19:18. Hundurinn var ekki skráður en var að sögn lögreglu búinn að fara í allar sprautur og hreinsun en ekki er vitað um meiðsl barnsins.