Það var fylkisstjórinn Brian Kemp sem tilkynnti þetta með tilskipun um leið og hann sagði að prófunum hefði í raun aðeins verið frestað. Skiptar skoðanir voru uppi um ákvörðunina, líkt og Fréttablaðið greindi frá.

Bandaríska sjónvarpstöðin CNN ræddi til að mynda við sau­tján ára stúlku, Willa Pe­vey að nafni, sem sagðist vera í sjöunda himni með breytinguna, sem nú hefur verið dregin til baka.

„Ég var mjög stressuð að þurfa að fara í verk­legt próf; bakka í stæði til dæmis. Ég er mjög á­nægð að þurfa ekki að gera það,“ segir hún.

Þeir ökunemar sem fengið hafa prófið án verklegs prófs hafa til 30. september að taka verklegt próf, annars falla réttindi þeirra úr gildi.

Þegar tilkynnt var að ökunemar þyrftu ekki verkleg próf í apríl, voru 30.000 ökunemar á biðlista. Af þeim sóttu 20.000 réttindi sín án þess að taka verklega prófið. Um það bil 5.000 ökunemar eru prófaðir viku hverja í Georgíu.