Aðalheiður Ámundadóttir
aa@frettabladid.is
Þriðjudagur 8. júní 2021
18.29 GMT

Rat­ko Mla­dić „Slátr­ar­inn frá Bosn­íu“ verður í fangelsi til dauðadags. Dómur þess efnis var kveðinn upp rétt í þessu í áfrýjunardeild hins sérstaka stríðsglæpadómstóls fyrir fyrrum Júgóslavíu í Haag í Hollandi.

Mla­dić, sem er fyrr­ver­andi her­for­ingi Bosn­íu-Serba, var dæmd­ur til lífstíðarfang­els­is­vist­ar í nóv­em­ber 2017 fyr­ir þjóðarmorð, stríðglæpi og glæpi gegn mannkyni, einkum fyrir að bera ábyrgð á þjóðarmorðinu í Srebrenica í Bosn­íu í júlí 1995. Mla­dić áfrýjaði lífstíðardóminum og við meðferð málsins á áfrýjunarstigi hefur saksóknarinn í málinu bætt fleiri ákæruliðum við fyrri ákærur.

Verstu ódæðisverk Mla­dić, voru framin undir lok borgarstríðsins í fyrrum Júgóslavíu og eru talin mestu fjöldamorð sem framin hafa verið í Evrópu frá lokum seinni heimstyrjaldar. Um 8000 múslimskir karlmenn og drengir voru drepnir af her­menn Bosn­íu-Serba, eftir 44 mánaða umsátur um Srebrenica sumarið 1995.

Rat­ko Mla­dić var viðstaddur dómsuppkvaðninguna í Haag í dag. Hann verður áttræður á næsta ári.
Fréttablaðið/AFP.

Mla­dić var sýknaður í einum ákærulið um þjóðarmorð en dæmdur fyrir alla aðra ákæruliði; einn fyrir þjóðarmorð, níu ákæruliði um stríðsglæpi og glæpi gegn mankyni.

Með dóminum er öllum stærstu málaferlum vegna stríðsglæpana í Júgóslavíustríðinu lokið, fyrir stríðsglæpadómstólnum allavega.

Mæður og eiginkonur fórnarlamba Mla­dić létu sig ekki vanta í Haag í dag.
Fréttablaðið/AFP.

Óræður dómsformaður

Fimm dómarar kváðu dóminn upp. Þótt öllum hafi þótt ólíklegt að Mla­dić yrði sýknaður hefur dómsformaðurinn í málinu, Prisca Matimba Nyambe, frá Zambíu, ekki gefið neinum ástæðu til fullvissu um sakfellingu. Nyambe var til að mynda andsnúin sakfellingu í máli Zdravko Tolimir, eins af helstu millistjórnenda í her Mladić. Hún skilaði séráliti og vildi að hann yrði sýknaður með vísan til þess að sönnunargögn gegn honum væru veik. Það fór enda svo að hún hafnaði í minnihluta í máli Mla­dić í dag og skilaði séráliti.

Í minnihlutaáliti sínu í fyrrgreindu máli lýsti hún sérstaklega framkomu Mla­dić við Bosníu-múslima þegar rýming óbreyttra borgara á svæðinu var undirbúin, sem vinsamlegri fremur en ógnandi. Hann hafi boðið þátttakendum tóbak, bjór og samlokur og jafnvel boðið bílinn sinn til þeirra sem vildu koma kvenkyns fjölskyldumeðlimum í öruggt skjól.

„Það kemur kemur mér ekki á óvart að einhverjum hafi þótt framkoma hans ógnandi á þessum fundum, þar sem Mladić var vel þekktur herforingi með skipandi nærveru í miklu óvissuástandi, segir í minnihlutaáliti hennar, sem má lesa hér, á ensku:


37. With regard to the meetings held at the Hotel Fontana in Bratunac, the Majority found that Mladić conducted them in “an intimidating and dominant” manner. I cannot agree to this finding for the following reasons. At the outset, in my view, it is important to be aware that the talks regarding the transportation of the population were initiated by UNPROFOR, after discussions with its leadership in Sarajevo. In fact it was Karremans who stated during the First Hotel Fontana meeting that:

In my opinion, this is the end of the enclave. And for the sake of the population, and not for the sake of the BiH, I should assist the population as much as possible, to get out of the enclave to, I don’t know where they like to go. I think that most of them would like to go to Tuzla, I have been there once, three months ago. And in my opinion they have a better way of living there than what I have seen in the enclave. They are living in a very miserable way.

38. It is clear from the above that Karremans felt that he should support the Bosnian Muslims’ expressed wish to be transported safely out of the enclave and that he was looking to receive the VRS’s assistance for this task. Mladić’s reaction to this was that he “also want[ed] to help the civilian Muslim population because they [were] not responsible for what has happened” and therefore he initiated further talks at the Hotel Fontana, which included the attendance of representatives of the Bosnian Muslim civilians. Contrary to the Majority, I for my part cannot see any actions of Mladić on the video footage admitted in this case done with a view to “humiliating” the participants. In fact, Mladić is welcoming, offering comforts to the attendees such as cigarettes, beer, and sandwiches for lunch. This pattern of behaviour continued during the third Hotel Fontana Meeting, in which Mladić offered his car to the daughter, grandchild, and mother of amila Omamović who asked for their safe evacuation. Further, he extended such amenities to Bosnian Muslims present during the subsequent meetings at Bokšanica, offering for example a jacket to a freezing Hamdija Torlak. That some people felt intimidated by him at these meeting, to me, is not surprising given that Mladić was a well-known general with a commanding presence in a situation of great uncertainty.


Hrollvekjandi fundir á Fontana Hotel

Fundirnir á Fontana Hotel sem haldnir voru daginn fyrir morðin og lýst er í minnihlutaáliti dómarans eru hrollvekjandi í ljósi þess sem í aðsigi var.

Saksóknarinn hóflega bjartsýnn

Þrátt fyrir óvissuna lýsti saksóknari málsins því við Guardian að hann væri hóflega bjartsýnn og gæti ekki ímyndað sér aðra niðurstöðu en staðfestingu fyrri dóms.

Að mati þeirra sem best þekkja til er þetta ein stærsta stundin í löngu ferli fyrir eftirlifendur þjóðarmorðsins en stuðningsmenn Mla­dić hljóta að vera vonsviknir en margir Serbíu trúa á sakleysi hans og líta á hann sem þjóðhetju.

Þessi mynd var tekin í síðasta mánuði í bænum Kalinovik í Serbíu af skilti sem lýsir Ratko Mladic sem hetju og Kalinov sem bæ hetjunnar.
Fréttablaðið/AFP.

Ellefu ár á flótta

Þegar gefin var út alþjóðleg hand­töku­til­skip­un á hend­ur hon­um árið 1996, hafðist hann við í neðanjarðarbyrgi hers Bosn­íu-Serba í bæn­um Han Pij­es­ak. Hann var ekki á neinum uppgjafarbuxum.

Hann settist að lokum að í Belgrad þar sem fjölskylda hans bjó og fór um sem frjáls maður í borginni.

Ríkisstjórn Slo­bod­ans Mi­losevic, fyrr­ver­andi for­seta Júgó­slav­íu, var steypt af stóli árið 2000 og þegar Milosevic var handtekinn ári síðar og framseldur til stríðsglæpa­dóm­stóls­ins í Haag, fór Mla­dić í felur. Síðar kom í ljós að hann hafði verið undir verndarvæng hersins og fengið eftirlaun þaðan til ársins 2005.

Stjórn­völd í Serbíu neituðu því lengi að þau vissu af fylgsni Mla­dić en viður­kenndu síðar að hann hefði verið und­ir vernd­ar­væng hers­ins fram á mitt árið 2002 og fengið eft­ir­laun frá hernum út árið 2005.

Lítil hreyfing virðist hafa verið á leitinni að Mla­dić þar til Radov­an Kara­dzic, for­seti Bosn­íu-Serba, var tek­inn hönd­um í Belgrad í júlí 2008. Tæpum þremur árum síðar var Mla­dić hand­tek­inn í serbneska bæn­um Lazarevo, um 86 kíló­metra suðvest­an við Belgrad og ná­lægt landa­mær­un­um að Rúm­en­íu, 26. maí 2011.

Fjölmennt lögreglulið fylgdi bílalest sem flutti Mla­dić á flugvöllinn í Belgrad í maí 2011 vegna framsals hans til Haag í Hollandi.
Fréttablaðið/AFP.

Langur aðdragandi þjóðarmorðs

Borgarastyrjöldin hófst við upplausn Júgóslavíu 1991 og stóð til ársins 1995. Friðarsamkomulag var undirritað í desember 1995, þekkt sem Dayton samkomulagið.

Átökin voru mjög mannskæð og stríðsglæpirnir sérstaklega ófyrirleitnir. Bosnía og Herzegovina sem hafði verið sjálfstjórnarhérað innan Júgóslavíu lýsti yfir sjálfstæði árið 1992 og stuttu síðar var sjálfstæði ríkisins viðurkennt af flestum ríkjum Vesturlanda.

Stuttu eftir sjálfstæðisyfirlýsingunna réðust hersveitir Bosníu-Serba inn í landið og náðu völdum í bænum Srebrenica sem er um það bil fimmtán þúsund manna bær. Bosnískum hersveitum tókst að gera þá afturreka og árið 1993 var bærinn skilgreindur sem sérstakt verndarsvæði af Sameinuðu þjóðunum.

Fjöldi flóttamanna sem reknir höfðu verið frá öðrum svæðum Bosníu, flúði til bæjarins. Flestir þeirra múslimar. Talið er reyndar að ódæðin sem framundan voru í Srebrenica hafi verið rækilega skipulögð og Serbar hrakið múslima til bæjarins frá öðrum bæjum með árásum. Yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna um Srebrenica sem verndarsvæði hafi þannig unnið með morðíngjunum.

Í hönd fór langur umsáturstími Bosníu-Serba með hræðilegum afleiðingum fyrir íbúana sem sultu þar sem leiðir til og frá bænum voru lokaðar.

Um það bil 350 hollenskir friðargæsluliðar sem höfðu verið sendir á svæðið á vegum Sameinuðu þjóðanna máttu sín lítils enda illa búnir í samanburði við herlið Bosníu-Serba. Friðargæsluliðar ýmist lögðu niður vopn eða flúðu úr bænum þegar Bosníu-Serbar réðust aftur inn í bæinn 6. júlí 1995 eftir yfir 40 mánaða umsátur. Næstu daga flúðu yfir tuttugu þúsund manns til búða hollensku friðarsveitanna í næsta bæ í von um vernd.

Róaði fólkið og drap ástvini þess daginn eftir

Á fimmta degi féll Srebrenica. Þann dag fullvissaði Ratko bæði íbúa og fjölmiðla í Srebrenica um að allir yrðu óhultir. Konur og stúlkur yrðu fluttar á brott til að tryggja öryggi þeirra en karlmenn og drengir yrðu eftir í bænum vegna yfirheyrslna sem fara þyrftu fram. Til er upptaka af þessum hughreystingum:

Daginn eftir hófust morðin. Yfir átta þúsund menn og barnungir drengir á aldrinum 16 til 60 ára voru leiddir á brott og skotnir. Fjöldi þeirra reyndi að flýja en voru drepnir í skógunum í kringum bæinn.

Þáverandi framkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna, Kofi Annan, lýsti því síðar yfir að harmleikurinn í Srebrenica ætti eftir að varpa skugga á sögu Sameinuðu þjóðanna um alla framtíð. Bæði vegna falskrar öryggiskenndar sem hið yfirlýsta öryggissvæði veitti íbúum og aðgerðarleysi friðargæsluliða á svæðinu. Mannréttindadómstóll Evrópu er nú með til meðferðar kvörtun aðstandenda fórnarlamba þjóðarmorðsins gegn Hollandi vegna aðgerðarleysis þarlendra friðargæsluliða.

Mæður og eiginkonur fórnarlamba þjóðarmorðsins fjölmenntu við dómhúsið í Haag í dag. Margar þeirra grófu líkamsleifar ættingja sinna fyrst í fyrra, þegar loks var unnt að bera kennsl á fjölda líkamsleyfa sem fundist höfðu í fjöldagröfum.

Um átta þúsund karlmenn og drengir á unglingsaldri voru drepnir í skipulagðri þjóðernishreinsun í Srebrenica. Enn var verið að bera kennsl á fórnarlömbin í fyrra en þau eru öll jörðuð í risastórum grafreit í bænum.
Fréttablaðið/AFP.
Athugasemdir