Allar björgunarsveitir á Suðurlandi og í Árnessýslu voru kallaður út klukkan 13:20 í dag vegna svifvængjamanns sem hafði lent í vandræðum á Búrfelli í Þjórsárdal og var slasaður.
Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að töluverður viðbúnaður sé vegna slyssins. Auk þyrlu Landhelgisgæslunnar voru einnig kallaðir til sjúkraflutningamenn frá Suðurlandi.
Viðbragðsaðilar eru á leiðinni á vettvang.