Konan sem björgunarsveitir Árnessýslu aðstoðuðu í Reykjadal fyrr í dag var komin niður á bílastæði rétt fyrir klukkan fimm.

Konan var á gönguleiðinni þegar hún slasaðist en grunur leikur á að hún sé ökklabrotin.

Björgunarsveitarfólk ásamt sjúkraflutningamönnum fluttu hana á sexhjólum niður dalinn að sjúkrabíl.

Sjúkraflutningamenn hlúðu frekar að henni þegar komið var niður.

Konan fór ásamt samferðafólki sínu til frekari skoðunar á heilbrigðiststofnun.

Björgunarsveitarfólk ásamt sjúkraflutningamönnum komu á vettvang um fjögurleytið á sexhjólum .
Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg