Sex­tán ára stelpa frá Norður Karó­línu komst undan frá meintum mann­ræningja þegar hún gerði TikTok neyðar­merki í gegnum bíl­glugga að öðrum öku­manni á rauðum ljósum. Öku­maðurinn hringdi þá í neyðar­línuna sem leiddi til að hún komst burt frá manninum.

Merkið varð vin­sælt á TikTok eftir á meðan á heims­far­aldrinum stóð en þá var það hugsað fyrir fólk til að gefa til kynna að það væri í ó­öruggum að­stæðum heima fyrir. Það gæti þá gert táknið í gegnum fjar­skipta­búnað án þess að vekja at­hygli þeirra sem gætu annars heyrt í þeim.

Táknið er frekar ein­falt en þá er hendin sett upp með lófann fram og þumalinn í lófanum og síðan er hendinni lokað utan um þumalinn í hnefa.

@nowthis

If you see someone make this secret hand signal it means they need help. Feat. @jackienpadilla #learnontiktok #tiktokpartner

♬ original sound - nowthis

Öku­maðurinn sem sá merkið þekkti merkingu þess og hringdi í neyðar­línuna. Hann elti bílinn svo og gaf lög­reglunni upp­lýsingar um stöðu hans. Ferðir mannsins voru að lokum stöðvaðar og stelpan komst undan.

Maðurinn var nafn­greindur sem James Her­bert, 61 árs gamall. Í símanum hans fannst kyn­ferðis­leg mynd af ungri stelpu. Maðurinn var hand­tekinn og kærður fyrir frelsis­sviptingu og vörslu á barna­klámi.

Til­kynnt var um hvarf stelpunnar á þriðju­dag og hún var fundin á fimmtu­dag, tveimur dögum seinna. Lög­reglu­stjórinn á svæðinu telur að stelpan hafi upp­runa­lega farið sjálf­viljug með manninum en síðar farið að óttast um líf sitt.