Þrír fangar réðust að samfanga sínum í íþróttasal Litla-hrauns í dag og veittu honum minniháttar áverka. Fanginn sem fyrir árásinni varð hafði slegið til eins árásarmanna en þeir höfðu orðið ósáttir vegna ósamlyndis um hljóðstyrk hljómflutningstækja salarins. 

Maðurinn er töluvert marinn eftir árásina og var atvikið tilkynnt til lögreglu og þeir fangar sem í hlut eiga látnir sæta agaviðurlögum. 

Páll Winkel, forsjóri Fangelsismálastofnunnar, segir íþróttasalinn vera helsta samkomustað fangelsisins og í raun ómögulegt að koma alveg í veg fyrir að pústrar komi upp í samskiptum fanga. 

Eftirlitið sé gott enda hafi fangaverðir brugðist fljótt við og stöðvað riskingarnar áður en verr fór. Atvikið sé til á upptöku og atburðarrásin og aðdragandinn liggi nokkuð ljós fyrir.