Al­menn­ing­ur er hvatt­ur til þess að drag­a úr notk­un eink­a­bíls­ins vegn­a hárr­a gild­a svif­ryks og köfn­un­ar­efn­is­dí­ox­íðs í borg­inn­i í dag og nýta frek­ar al­menn­ings­sam­göng­ur, sam­ein­ast í bíla eða nota aðra vist­væn­a sam­göng­u­mát­a. Þeir sem eru við­kvæm­ir fyr­ir í önd­un­ar­fær­um, og börn ættu að forð­ast út­i­vist í lengr­i tíma og tak­mark­a á­reynsl­u í ná­grenn­i stórr­a um­ferð­ar­gatn­a.

Styrk­ur svif­ryks (PM10) og köfn­un­ar­efn­is­dí­ox­íðs (NO2), sem má rekj­a til út­blást­urs bif­reið­a, er hár í borg­inn­i í dag sam­kvæmt mæl­ing­um í mæl­ing­a­stöðv­um við Grens­ás­veg og Njörv­a­sund.

Klukk­an 13 var klukk­u­tím­a­gild­i svif­ryks við Grens­ás­veg 98 mí­krógr­ömm á rúm­metr­a og klukk­u­tím­a­gild­i köfn­un­ar­efn­is­dí­ox­íðs 86,2 mí­krógr­ömm á rúm­metr­a. Klukk­an 15 í dag var klukk­u­tím­a­gild­i svif­ryks við Grens­ás­veg 195 mí­krógr­ömm á rúm­metr­a og klukk­u­tím­a­gild­i köfn­un­ar­efn­is­dí­ox­íðs 107,2 mí­krógr­ömm á rúm­metr­a

Í mæl­i­stöð við Njörv­a­sund/Sæ­braut var klukk­u­tím­a­gild­i svif­ryks á sama tíma 84,5 mí­krógr­ömm á rúm­metr­a og klukk­u­tím­a­gild­i köfn­un­ar­efn­is­dí­ox­íðs 86,2 mí­krógr­ömm á rúm­metr­a.

Sól­ar­hrings­heils­u­vernd­ar­mörk­in fyr­ir köfn­un­ar­efn­is­dí­ox­íð eru 75 mí­krógr­ömm á rúm­metr­a og fyr­ir svif­ryk PM10 50 mí­krógr­ömm á rúm­metr­a.

Hægt er að fylgjast með loftgæðum á Íslandi á loftgæði.is.
Skjáskot/Loftgæði.is

Nú er hæg­­ur vind­­ur og göt­­ur þurr­­ar og er bú­ist við svip­uð­um veð­ur­fars­að­stæð­um á morg­un og því lík­­ur á svif­ryks- og köfn­­un­­ar­­efn­­is­d­í­ox­íð­meng­­un við um­­­ferð­ar­göt­­ur.

Heil­brigð­is­eft­ir­lit Reykj­a­vík­ur fylg­ist náið með loft­gæð­um borg­ar­inn­ar og send­ir frá sér við­var­an­ir og leið­bein­ing­ar ef á­stæð­a þyk­ir til. Hægt er að fylgj­ast með styrk svif­ryks og ann­arr­a meng­and­i efna á loft­gæð­i.is.

Þar má sjá kort yfir mæl­ist­að­i í Reykj­a­vík og ann­ars stað­ar á land­in­u. Loft­gæð­a­far­stöðv­ar Heil­brigð­is­eft­ir­lits Reykj­a­vík­ur eru nú stað­sett­ar við gatn­a­mót­in Foss­a­leyn­ir/Vík­ur­veg­ur og hin við Njörv­a­sund 27.