Að­stoðar­fram­kvæmda­stjóri Neyðar­línunnar, Tómas Gísla­son, segir það skýrt í lögum hverjir geta verið skráðir við­bragðs­aðilar en til þess að vera skráður þarf sem dæmi að vera með ýmsan búnað með­ferðis.

Einn lést í snjó­flóði í Svarfaðar­dal í gær en þar lentu þrír banda­rískir ferða­menn lent í snjó­flóði fyrir ofan bæinn Skeið. Til­kynning barst Neyðar­línunni klukkan 19:10 og voru fyrstu við­bragðs­aðilar komnir á vett­vang klukkan 19:55.

Reyndur ferða­þjónustu­aðili á Dal­víkur­svæðinu hefur vakið at­hygli á því að á svæðinu séu sér­þjálfaðir skíða­leið­sögu­menn með sér­þekkingu ì snjó­flóða­spá og björgun úr snjó­flóðum, bæði ís­lenskir og er­lendir auk þess sem að í ná­lægt við Svarfaðar­dal eru í það minnsta fimm þyrlur, þrjár á Siglu­firði og svo á Deplum eru tvær þyrlur.

Enginn þeirra vissi þó af slysinu fyrr seint og enginn þeirra var kallaður til. Hann veltir því fyrir sér af hverju þeir eru ekki er á lista við­bragðs­aðila og telur að þeir hefðu getað verið komnir mun fyrr á vett­vang en fyrstu við­bragðs­aðilar gerðu.

Kalla oft eftir aðstoð almennra borgara

Klukkan 20:50 var verið að hefja flutning mannanna á sjúkra­hús en einn var fluttur með þyrlu á Land­spítalann. Sam­kvæmt til­kynningu lög­reglu var hann látinn þegar við­bragðs­aðilar komu á vett­vang. Hinir tveir voru fluttir með sjúkra­bif­reið á Sjúkra­húsið á Akur­eyri.

„Það er í lögum hverjir eru skráðir sem við­bragðs­aðilar hverju sinni og svo eru sér­stök lög um rétt á sjó, allir sjó­far­endur eru í rauninni skyldir til að veita neyðar­að­stoð. Við höfum reyndar gengið ansi langt í að kalla til að eftir fólki sem geta hjálpað, eins og á bónda­bæjum eða eitt­hvað slíkt, þegar eitt­hvað kemur fyrir,“ segir Tómas í sam­tali við Frétta­blaðið.

Hann segir að það séu dæmi um það að venju­legar þyrlur hafi verið notaðar í björgun en að oft hafi komið upp eitt­hvað vesen eftir það, sem dæmi vegna trygginga, en þær eru ekki sér­stak­lega tryggðar vegna flutnings á veikum eða slösuðum.

„Það eru alls konar mál sem eru ó­leyst.“

Hafa ekki búnað

Tómas segir að það séu samt sem áður dæmi þar sem venju­legar þyrlur hafa verið notaðar til björgunar og tekur dæmi um að fyrir rúmum mánuði hafi akkúrat það verið gert til að að­stoða við björgun skíða­manns á Trölla­skaga.

„En þeir eru ekki boðað við­bragð því þeir hafa ekki búnað til að flytja, eru ekki með fjar­skipti til að ræða við við­bragðs­aðila og ná­kvæm­lega hvaða bjargir eru notaðar á hverjum stað er al­ger­lega undir stjórn að­gerða­stjórnanda á vett­vangi. Neyðar­línan ræsir út við­bragð og það er lög­regla, land­helgis­gæsla eða björgunar­sveitir og hvað þeir nota til við­bótar er alls­konar,“ segir Tómas.

Hann segir að björgunar­sveitar­menn og lög­reglu­menn séu yfir­leitt með alla klær úti í að finna fólk til að að­stoða á vett­vangi en það sé annað mál þegar kemur að búnaði og tækjum, eins og til dæmis þyrlum.

„Björgunar­þyrlur eru til dæmis með tvo mótora, svo það sé annar til að taka við ef einn gefur sig. Þessar túr­ista­þyrlur eru það ekki og það eru alls konar kröfur sem koma inn. En þetta er auð­vitað ekki ein­falt mál og það væri frá­bært ef allir í ná­lægð væru not­hæfir, en það kannski má ekki.“