„Svona stjórn­sýslu­út­tektir taka að jafnaði 6-10 mánuði hjá okkur þannig að við erum að vinna þetta mjög hratt,“ segir Guð­mundur Björg­vin Helga­son ríkis­endur­skoðandi við Morgun­blaðið í dag.

Skýrsla stofnunarinnar um sölu ríkisins á 22,5 prósenta hlut í Ís­lands­banka í mars síðast­liðnum er væntan­leg um mánaða­mótin. Stefnt var að því að skila skýrslunni til Al­þingis í lok júní, en í frétt Morgun­blaðsins kemur fram að upp­haf­leg tíma­mörk hafi miðast við að öll gögn lægju fyrir. Raunin var önnur og segir Sigurður að vinna við út­tektina hafi verið um­fangs­mikil. Mikil­vægara sé að vanda vel til verka en vinna sam­kvæmt tíma­á­ætlun.

Haft er eftir Birgi Ár­manns­syni, for­seta Al­þingis, að ekki hafi verið tekin á­kvörðun um það hvort efnt verði til sér­stakra funda um skýrsluna þegar hún kemur út. Á­kvörðun um það verði tekin þegar það skýrist hve­nær skýrslunni verður skilað.

„Við fylgjumst vel með þessu þessa dagana til þess að átta okkur á því hvað sé skyn­sam­legt að gera. Á þessari stundu liggja ekki fyrir neinar á­kvarðanir um þetta,“ segir Birgir við Morgun­blaðið.