Skýrsla Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts verður kynnt fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í fyrramálið. Gerð skýrslunnar var lokið í síðustu viku og verður hún birt eftir að kynningu fyrir nefndunum er lokið.

Mál Íslandspósts hefur verið talsvert til umræðu eftir að fyrirtækið óskaði eftir 1,5 milljarða neyðarlánveitingu frá ríkinu. Íslandspóstur skilaði tapi upp á 293 milljónir króna í fyrra en 216 milljóna hagnaði árið á undan.

Tilkynnt var um úttekt Ríkisendurskoðunar í janúar fyrr á árinu en Ingimundur Sigurpálsson lét af störfum sem forstjóri fyrirtækisins í mars, eftir 14 ára starf. Hann tilkynnti um ákvörðunina á aðalfundi félagsins þar sem tap ársins 2018 var kunngjört.

Fundur þingnefndanna hefst klukkan 9:40 í fyrramálið.