Áður en Skipulagsstofnun getur tekið afstöðu til breytts deiliskipulags fyrir Elliðaárdal þarf Reykjavíkurborg meðal annars að skýra stöðuna vegna breytinga á rennsli Elliðaánna.

„Í greinargerð kemur fram að Árbæjarlón sé eitt helsta sérkenni svæðisins. Að gefnu tilefni bendir Skipulagsstofnun á að standi til að gera varanlega breytingu á lóninu með varanlegri opnun fyrir rennsli í gegn um stíflu þarf að gera grein fyrir því og umhverfisáhrifum þess í deiliskipulaginu,“ bendir Skipulagsstofnun.

Eins eru nefnd nokkur atriði til viðbótar sem þurfi að lagfæra áður en hægt sé að afgreiða málið.

„Setja þarf fram nánari skilmála um uppbyggingu og útfærslu vatnsleikjagarðs og tæknirýmis á svæði A54,“ segir til dæmis um þau atriði sem eru ófrágengin.

Nýtt skipulag snýst um 250 hektara borgargarð í Elliðaárdal.