Brexit-sinninn Nigel Fara­ge og fram­boð flokks hans til Evrópu­þingsins munu einungis bæta við sig fylgi taki Verka­manna­flokkurinn ekki harða af­stöðu gegn honum með því að krefjast nýrrar þjóðar­at­kvæða­greiðslu um Brexit.

Þetta segir Tom Wat­son, vara­for­maður Verka­manna­flokksins og hægri hönd Jeremy Cor­byns. „Við getum ekki bara hallað okkur aftur og fylgst með því sem er að gerast á ysta ási hægri­stjórn­málanna og leyft Fara­ge um leið að komast upp með sín klækja­brögð sem engin vanda­mál leysa,“ skrifar Wat­son í The Ob­server í dag.

Hann bætir við að Verka­manna­flokkurinn þurfi að taka skýrari af­stöðu gegn Fara­ge. Það þýði ekki að vera hálf­partinn sam­mála honum í á­kveðnum mála­flokkum. Sam­kvæmt könnun YouGov frá því í síðustu viku er Brexit-flokkur Fara­ge með meira fylgi en bæði Verka­manna­flokkurinn og Í­halds­flokkurinn til kosninga Evrópu­þingsins sem fram fara 23. maí. Brexit-flokkurinn er með 27 prósent fylgi, Verka­manna­flokkurinn 22 prósent og Í­halds­flokkurinn 15 prósent.

Nigel Farage hefur af mörgum verið kallaður einn af „arkítektum Brexit“

Tekist er á um það þessa dagana hvort ganga skuli til annarrar þjóðar­at­kvæða­greiðslu um út­göngu Breta úr ESB. Markaðs­fyrir­tækið Com­Res lét fram­kvæma könnun á dögunum um af­stöðu til veru Breta innan sam­bandsins. Niður­staðan var á þá leið að 58 prósent sögðust myndu kjósa með á­fram­haldandi veru innan sam­bandsins en 42 prósent gegn.

Kosningarnar til Evrópuþings eru sagðar koma til með að hafa mikið um það að segja hvort ráðist verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit á ný. Það mun raunar allt velta á því hvort þeir flokkar sem hlynntir eru Evrópusambandsaðild fái betri kosningu en þeir sem vilja yfirgefa sambandið.

Það má þó vera ljóst að verði gengið til þjóðar­at­kvæða­greiðslu á ný muni heilu hóparnir stíga fram og mót­mæla því enda hafi þjóðin kosið með Brexit sumarið 2016. Það er ein­mitt það sem hluti þing­manna Verka­manna­flokksins óttast - að með nýrri þjóðar­at­kvæða­greiðslu sé verið að draga úr trú­verðug­leika stjórn­málanna og vægi lýð­ræðisins.